Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Um reyklaus.is

Um reyklaus.is

Þessi síða veitir þér tækifæri til að fá stuðning og aðstoð við að hætta að reykja. Þetta er ókeypis, gagnvirk, nettengd þjónusta. Á síðunni eru upplýsingar um leiðir til að hætta að reykja og gefin tækifæri til að taka ýmis próf. Einnig er hægt að skrá sig á síðuna og fá þá sendan einstaklingsmiðaðan stuðning í tölvupósti, aðgang að dagbók, gestabók og umræðuvettvang þar sem þú getur deilt reynslu þinni og fengið stuðning frá öðrum sem eru í sömu aðstæðum.

Því duglegri sem þú ert, því léttara verður að öðlast reyklaust líf. Þess vegna ráðleggjum við þér að nota síðuna vel. Skrifaðu í dagbókina hvernig gengur að hætta. Stuðningur og hjálp frá öðrum eru mikilvæg. Bjóðið vinum, vinnufélögum og ættingjum að skrifa í gestabókina.

Talið saman á spjallsvæði heimasíðunnar um reykingaþörfina, velgengina og vonbrigðin við aðra sem hafa líka ákveðið að hætta reykingum. Hringdu í Reyksímann 800 6030 eða sendu póst á reyklaus@reyklaus.is , ef þig vantar frekari aðstoð.