Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Verkir minnka

Rannsóknir benda til að konur, sem reykja, fái oftar verki í vöðva og bein en þær sem reykja ekki. Reykingar kvenna á barneignaaldri hafa áhrif á niðurbrot estrógens. Það eykur hættuna á beinþynningu. Eftir breytingaaldurinn er konum, sem reykja, hættara við beinbrotum en konum sem reykja ekki. Konur, sem reykja, komast þar að auki fyrr á breytingaaldurinn en þær hefðu gert ef þær hefðu ekki reykt.

Beinþynning þróast hægt og hægt. Það bætir að vísu ekki þéttleika eða kalkinnihald beinanna að hætta að reykja en það hjálpar til að draga úr frekara tapi á beinmassa. Sýnt hefru verið fram á að ef konur hætta að reykja áður en breytingaaldri er náð getur það dregið úr hættunni á lærleggjarbroti um 25%.

Sömuleiðis hefur komið í ljós að ef fólk hættir að reykja dregur það úr verkjum út af liðagigt.