Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Sykursýki af gerð 2

 

Reykingar auka hættuna á að fólk fái sykursýki af gerð 2. Meðal reykingamanna, sem snúa sér að munntóbaki, verður hættan enn meiri samkvæmt sænskri rannsókn.

Æ yngra fólk greinist með sykursýki

Flestir sem fá sykursýki af gerð 2 eru orðnir fertugir og tíðnin eykst mjög með aldri. En æ yngra fólk fær þennan sjúkdóm.

Árið 2006 voru um 5.000 einstaklingar greindir með sykursýki af gerð 2 hér á landi en talið er að fyrir hvern þann sem greindur er með sykursýki 2 séu 2-3 einstaklingar með sjúkdóminn ógreindan. (http://www.decode.is/lyfjathroun/index.php)

Sykursýki af gerð 2 er alvarlegur sjúkdómur sem á sinn þátt í að fólk fær aðra sjúkdóma í ofanálag, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma. Tóbaksnotkun eykur enn frekar hættuna á slíkum sjúkdómum. Sykursýki af gerð 2 á líka þátt í heilablóðfalli, nýrnabilun, blindu, fótsárum og aflimunum.

Þar á ofan auka reykingar insúlínþörf líkamans og vandræði af völdum sykursýki af gerð 2.