Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Kynlíf og frjósemi


Karlmenn, sem reykja, eiga á hættu að verða getulausir er fram líða stundir. Skýringin felst í því að getnaðarlimurinn fær ekki nóg blóð.

Góð blóðrás er skilyrði þess að körlum rísi hold. Tóbaksnotkun veiklar blóðrásina því að nikótínið veldur því að blóðæðarnar dragast saman.

Frjósemi

Ýmsar rannsóknir sýna að reykingakonur eiga verra með að verða barnshafandi en þær sem reykja ekki. Skýringin er sú að nikótínið hefur áhrif á hormónaframleiðslu kvenna og einnig að reykingar torvelda færslu eggsins niður eggjaleiðarann. Frjósemin getur minnkað töluvert.

Karlmenn, sem reykja, reynast með lélegra sæði en hinir sem reykja ekki. Reykingar draga úr getunni til að frjóvga eggið vegna þess að skaðleg efni í tóbakinu valda því að sáðfrumurnar hreyfa sig hægar en ella. Þetta lagast hins vegar fljótlega eftir að menn hætta að reykja.