Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Reykingar og meðganga 

 

Nikótín og önnur eiturefni úr sígarettunni berast í fóstrið um legkökuna. Nikótínstyrkurinn getur orðið allt að 15% hærri hjá fóstrinu en móðurinni.

Margt bendir til nikótínið geti haft áhrif á frumuskiptinguna í fóstrinu. Reykingar auka einnig hættuna á utanlegsfóstri. Bifhár og hreyfingar eggjaleiðaranna, sem flytja frjóvgað eggið niður í legið, verða fyrir skaða af völdum reykinganna.

Konur sem reykja á meðgöngu ala oft börn sem eru undir eðlilegri fæðingarþyngd. Það er vegna þess að reykingarnar draga úr eðlilegum vexti og þroska barnsins. Reykingar leiða einnig til ýmissa vandræða við fæðinguna og þær auka einnig mjög líkurnar á vöggudauða.

Fleiri staðreyndir um reykingar og meðgöngu

  • 1 af hverjum 10 íslenskra kvenna reykja við upphaf meðgöngu (en meðgöngur á Íslandi eru eða meðaltali rúmlega fjögur þúsund á ári, þannig að hér er um að ræða fjögur hundruð konur sem reykja við upphaf megöngu).
  • Nikótín og önnur eiturefni úr sígarettunni berast í fóstrið um legkökuna. Nikótínstyrkurinn getur verið allt að 15% hærri en hjá móðurinni og margt bendir til að nikótínið geti haft áhrif á frumuskiptinguna í fóstrinu.<þessi efnisatriði voru öll komin rétt áðan>
  • Reykingar auka hættuna á utanlegsfóstri. Auk þess er meiri hætta á fósturláti meðal reykingakvenna en þeirra sem reykja ekki.
  • Reykingar á meðgöngu eru taldar eiga þátt í 15% fyrirburafæðinga.
  • Reykingar á meðgöngu eru taldar valda 10% allra andvana fæðinga.
  • Hætta á vöggudauða er 2,5 sinnum meiri ef móðirin hefur reykt á meðgöngunni. Börnum reykingakvenna, sem jafnframt sofa upp í hjá móður sinni, er18 sinnum hættara við vöggudauða en börnum sem sofa ekki upp í hjá móður sinni.
  • Reykingakonur ala að meðaltali 200-300 grömmum léttari börn en konur sem reykja ekki. Barn, sem er létt við fæðingu, er iðulega með lélegri ónæmisvarnir og á frekar á hættu að fá sjúkdóma og jafnvel deyja en barn sem fæðist eðlilega þungt.
  • 70% kvenna sem reyktu áður en þær urðu ófrískar byrja aftur að reykja eftir að barnið fæðist. Óbeinar reykingar eru afar varasamar heilsufari barna. Óbeinar reykingar auka hættuna á hjartasjúkdómum að minnsta kosti um 30% og hættuna á lungnakrabba um meira en 20%.