Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Áhrif á útlitið

Hrukkur myndast miklu fyrr hjá fólki sem reykir vegna þess að nikótín dregur úr blóð- og súrefnisstreymi til húðarinnar. Auk þess minnkar teygjanleikinn í bindivefnum í undirhúðinni sem heldur yfirhúðinni á sínum stað. Þess vegna fer húðin í andliti að slappast og síga.

Erfðir og sólbaðssiðir geta aukið eða dregið úr áhrifum reykinganna og sá sem hættir að reykja verður var við breytingar til bóta.

Greint hefur verið frá því að óæskilegur hárvöxtur hafi verið 50% algengari hjá konum sem reyktu en hinum sem reyktu ekki.

Árangur reykingamanna er 20-30% lakari en reyklausra þegar kemur að vöðvavexti og betra þoli við líkamsþjálfun og þeir fá sem sagt minna út úr þjálfuninni.

Reykingamenn „eyða“ mun meira af mikilvægum vítamínum en reyklausir, einkum C-vítamíni, B-vítamíni og E-vítamíni. B-vítamín er mikilvægt til að brenna fitu og breyta kolvetnum í orku. E-vítamín ver líkamann fyrir hættulegum eiturtegundum.

Þegar þú hættir að reykja fær húðin frísklegra yfirbragð og hárið glansar meira.