Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Reykleysislyf

Rannsóknir sýna að mörgum gefst vel að fá sér nikótínlyf eða önnur nikótínefni þegar þeir hætta að reykja. Ein skýringin er sú að þá losna þeir við verstu líkamlegu fráhvarfseinkennin vegna þess að líkaminn fær áfram efnið sem hann er háður. Einnig er hægt að fá nikótínlaus, lyfseðilsskyld lyf sem hjálpað geta til við að hætta.

Með nikótínlyfjum gefast ólíkir möguleikar til að hætta:

Möguleiki 1

Að nota nikótínefnið sem eins konar neyðarúrræði eftir að menn hafa smádregið úr reykingunum og loks drepið alveg í. Ef þörfin fyrir nikótín verður alveg yfirþyrmandi er langtum betra að fá sér nikótíntyggigúmmí en sígarettu.

Möguleiki 2

Að nota nikótínefnið sem hjálparmeðal til að fækka sígarettunum áður en endanlega er drepið í. Tyggigúmmí og öndunartæki henta best í þessu tilfelli.

Möguleiki 3

Að nota nikótínefnið beinlínis í staðinn fyrir sígarettur. Þá nota menn það nikótínefni sem best hentar hverjum og einum.

Burtséð frá því hvaða gerð nikótínefnis menn nota þá verða þeir að biðja um nákvæmar leiðbeiningar í apótekinu, bæði um hvaða efni þeir eigi að kaupa og hvernig þeir eigi að nota það. Svo er líka hægt að ráðfæra sig við lækni. Í apótekinu fást eftirtalin nikótínefni án lyfseðils: plástur, tyggigúmmí, nikótínpillur og öndunartæki. Læknir getur svo skrifað lyfseðil fyrir öðrum efnum ef hann telur þörf á.

 

Í dag eru tveir flokkar lyfja sem notaðir eru: Nikotínlyf og Nikótínlaus lyf

1. Nikótínlyf

Rannsóknir sýna að notkun nikótínlyfja tvöfalda líkurnar á að þú náir að hætta að reykja. Þau hjálpa þér að komast yfir fráhvarfseinkenni nikótíns.

Eftirtaldir nikótíngjafar fást í apótekum án lyfseðils:

  • Nikótínplástur
  • Nikótíntyggigúmmí
  • Tungurótartöflur
  • Munnsogstöflur
  • Innsogslyf
  • Nefúði

2.  Nikótínlaus lyf

Í dag eru tvær tegundir lyfja á markaðnum hérlendis í flokki nikótínlausra lyfja, Bupropion og Varenicline (Champix) og eru þau bæði lyfseðilsskyld. Ráðlagt er að biðja um nákvæmar leiðbeiningar í apótekum um lyfin og meðferð þeirra. Einnig er mælt með að þú ráðfærir þig við þinn læknir eða annað heilbrigðisstarfsfólk um reykleysismeðferð og notkun reykleysislyfja.

Nánar um hvert reykleysislyf sjá:

Nánari upplýsingar um lyf sem notuð eru til aðstoðar við að hætta að reykja.