Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Líkamsástandið batnar undireins

 

Þegar þú hættir að reykja byrjar líkaminn um leið að laga það sem skaddast hefur út af reykingunum. Það ræðst svo af hve miklar reykingarnar hafa verið og hversu lengi þær hafa staðið hve batinn kemur fljótt.

Eftir 20 mínútur lækka blóðþrýstingur og púls niður á eðlilegt stig og blóðflæði í höndum og fótum batnar.

Eftir 8 klukkutíma eykst magn súrefnis í líkamanum upp að eðlilegum mörkum og líkurnar á hjartaáfalli byrja að minnka.

Eftir 1 sólarhring fer magn koleinsýrings í líkamanum að minnka og lungun byrja að hreinsa út slim og óhreinindi.

Eftir 2 sólarhringa er ekkert níkótín eftir í líkamanum og lyktar- og bragðskyn er tekið að batna.

Eftir 3 sólarhringa eru vöðvarnir kringum barkann teknir að slaka á og þá verður andardrátturinn léttari. Þú finnur fyrir aukinni orku.

Eftir 2 vikur til 3 mánuði er blóðrásin orðin betri, lungnastarfsemin eykst og það verður auðveldara að stunda líkamsrækt .

Eftir 1 til 9 mánuði dregur úr hósta, stíflum í nef- og ennisholum, þreytu og þungum andardrætti. Ný bifhár taka að vaxa í öndunarveginum og hættan á öndunarfærasýkingum minnkar. Þú verður var við að líkaminn er orðinn kraftmeiri!

Eftir 1 ár hefur dregið úr hættunni á hjartaáfalli vegna reykinga um helming.

Eftir 10 ár hefur dregið úr hættunni á lungnakrabba um helming miðað við þann sem heldur áfram að reykja og hættan á hjartaáfalli er orðin sú sama og fyrir þá sem hafa aldrei reykt.