Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Konur og tóbaksnotkun

Konum er sérlega hætt við heilsutjóni af völdum reykinga. Konur með lungnakrabba eru nú fimmfalt fleiri í Noregi en fyrir 50 árum.

Margt bendir til að konur þurfi færri sígarettur og styttri tíma en karlar til að skemma í sér lungun. Dauðsföll vegna lungnakrabba eru nú fleiri meðal kvenna yngri en 50 ára en meðal karla á sama aldri í Noregi.

 • Nú orðið deyja fleiri konur fyrir sjötugt úr lungnakrabba en brjóstakrabba í Noregi.
 • Konum, sem reykja, er 30% hættara við að fá brjóstakrabbamein en þeim sem reykja ekki.
 • Hættan á leghálskrabbameini er allt að fimm sinnum meiri hjá reykingakonum heldur en hjá konum sem reykja ekki.
 • Hættan á kransæðastíflu fimmfaldast þegar konur reykja mikið. Meðal kvenna, sem reykja 14 sígarettur á dag, hefur hættan þegar tvöfaldast.
 • Fjórar konur af fimm, sem fá kransæðastíflu fyrir fimmtugt, reykja.
 • Reykingar kvenna á barneignaaldri hafa áhrif á niðurbrot estrógens. Þetta þýðir meðal annars að það dregur úr náttúrulegum vörnum þeirra gegn hjarta- og æðasjúkdómum.
 • Konur, sem reykja, fara fyrr á breytingaaldurinn en þær sem reykja ekki.
 • Reykingar geta leitt til breytinga á tíðablæðingum og aukið hættuna á túrverkjum og óreglulegum blæðingum.
 • Eftir breytingaaldurinn er reykingakonum hættara við beinþynningu og beinbrotum en konum sem reykja ekki.
 • Reykingar eiga sök á 30% allra þvaglekatilfella.
 • Rannsóknir benda til að reykingakonur fái oftar verki í vöðva og bein en þær sem reykja ekki.


Viltu vita meira?

Hérna getur þú nálgast bæklinginn um konur og reykingar

kon_reyk_mynd


Einnig er hægt að panta bæklinginn á vef Lýðheilsustöðvar