Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Skyndihjálp við reykingaþörf

  • Beindu athyglinni að einhverju öðru meðan reykingaþörfin gengur yfir.
  • Fáðu þér ávöxt að borða.
  • Dragðu djúpt andann og ímyndaðu þér að þú berist á brimbretti eftir öldufaldi.
  • Fáðu þér vatnsglas að drekka, gjarna með sítrónusneið úti í. Vertu líka alltaf með vatn við höndina. Vatnsdrykkja hjálpar til við að hreinsa nikótínið úr líkamanum og vinnur gegn þyngdaraukningu.
  • Bragð af sítrusávöxtum, piparmintu, mentóli og saltlakkrís getur slegið á reykingalöngunina.
  • Farðu í stutta gönguferð. Líkamshreyfing er hreinasta afbragð þegar fólk hættir að reykja.