Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Munntóbak

 

Sá sem notar munntóbak eykur hættuna á að fá krabbamein í munnhol og briskirtil að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Samkvæmt rannsókn á 10.000 norskum karlmönnum eykur munntóbaksnotkun hættuna á krabbameini í brisi um 67%.

Vanabindandi

Í munntóbaki eru meira en 2.500 efni, þ.á m. nikótín og fleiri krabbameinsvaldar. Nikótín í tóbaksvörum er mjög vanabindandi. Nikótín í munntóbaki, hvort sem það er fínskorið og vætt (snúss) eða í bitum (skro), berst í gegnum slímhúðina í munninum og inn í blóðrásina og þaðan um allan líkamann.

Þeir sem stinga upp í sig snússskammti fá í blóðið meira nikótín sem endist lengur en ef þeir reykja sígarettu. Meðalmunntóbaksneytandinn fær í sig heldur meira nikótín á dag en meðalreykingamaðurinn.

Skemmdir á slímhúðinni

Munntóbak ertir slímhúðina í munninum og ef munntóbaks er lengi neytt myndast iðulega dæld sem kallast „snússholan“. Skemmdirnar á slímhúðinni lagast ef menn hætta að nota munntóbak. Breytingarnar í slímhúðinni geta verið undanfari krabbameins í munnholi.

Langvarandi notkun munntóbaks getur valdið því að tannholdið dregst saman á svæðinu þar sem tóbaksskammtinum er stungið.

Fram hefur komið í mörgum rannsóknum að munntóbaksnotkun eykur hættuna á sykursýki af gerð 2.