Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Um reyklaus.is

Algengar spurningar

 

Hvernig á maður að skrá sig á reyklaus.is?

Svar: Þú getur skráð þig með því að velja nýr notandi á forsíðunni og fara í gegnum skráningarferlið.

Hvað fæ ég með því að skrá mig á reyklaus.is?

Svar: Ef þú skráir þig og svarar spurningunum þá færð þú einstaklingsmiðaða ráðgjöf í tölvupósti og í dagbókina þína inn á mín síða. Einnig færðu aðgang að dagbók, gestabók og spjallinu sem þú getur notað til aðstoða þig við að hætta.

Ég er búin(n) að týna aðgangsorðinu/notandanafninu. Hvað á ég að gera?

Svar: Ef þú smellir á týnt aðgangsorð fyrir neðan innskráningarreitinn og slærð síðan inn annaðhvort notandanafn eða netfang, sem þú gafst upp þegar þú skráðir þig á síðuna, færðu sent bæði aðgangsorðið þitt og notandanafn í tölvupósti.

Ég get ekki spilað kynningarmyndbandið í tölvunni minni. Hvað er að?

Svar: Þú verður að hafa Adobe Flash Player uppsett til að geta spilað myndbandið. Þetta forrit geturðu sótt á netið með því að smella á reitinn hérna. Sækja Adobe Flash Player.

Hvernig get ég lesið PDF-skjöl?

Svar: Þú þarft forrit sem les slík skjöl. Þú getur sótt Acrobat Reader á netið ókeypis hérna. Sækja Acrobat Reader.

Hvernig á ég að komast hjá því að þyngjast þegar ég hætti að reykja?

Svar: Það er hægt að halda þyngdinni í skefjum með tvennu móti. Með því að hreyfa sig meira en þú hefur gert og borða hóflega, jafnvel 140-210 kkal minna en þú hefur gert. Vertu líka alltaf með vatn við höndina. Vantsdrykkja hjálpar til við að hreinsa nikotínið úr líkamanum og vinnur gegn þyngdaraukningu. Þú getur lesið meira um þetta > Staðreyndir > Reyklaus án þess að þyngjast.

Þarf ég að nota einhver lyf þegar ég hætti að reykja?

Svar: Líkamleg fráhvarfseinkenni eru vanalega verst fyrstu 2-3 dagana og hætta eftir 2-4 vikur. Ef þú ert illa haldin(n) af fráhvarfseinkennum fyrst eftir að þú hættir getur verið að þér líði betur með því að nota nikótínlyf. Mundu að fá nákvæmar leiðbeiningar í apótekinu um hvaða efni þú átt að kaupa, ef í það fer, og hvernig á að nota það. Ef þú vilt nota Zyban eða Champix verður þú að ráðfæra þig við lækni þar sem að þau eru lyfseðilsskyld.

Hægt er að lesa um ólíkar aðferðir við notkun lyfja undir > Staðreyndir >  Reykleysislyf

Hægt er að kanna hversu háður maður er nikótíninu hérna > Hversu sterk er fíknin? – Próf.

Hvað á ég að gera þegar reykingaþörfin kemur yfir mig?

Svar: Mikilvægt er að vera undir það búinn þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. Hægt er að gera sér grein fyrir hvenær þörfin er mest og vera tilbúin með viðbrögð. Hér eru nokkrar tillögur sem geta hjálpað.
 
Við hvaða aðstæður er hættan mest á að maður falli og hvernig á að ráða við slíkt?

Svar: Það er mjög einstaklingsbundið hvenær hættan er mest en það er mikilvægt að fólk sé búið að hugleiða hvaða aðstæður eru varasamastar í þeirra tilfelli og hafi búið sig undir að glíma við þær. Nokkur ráð er að finna undir > Staðreyndir > Hættuaðstæður.

Hvað gerist ef ég skrái mig af reyklaus.is?
Ef þú afskráir þig úr reykleysisnámskeiðinu gerist þetta:

  • Þú missir aðganginn að Minni síðu og því sem hún býður upp á, þar á meðal dagbókinni og gestabókinni.
  • Þú getur ekki lengur skrifað á umræðusíðuna en þú getur áfram lesið það sem aðrir skrifa á hana.
  • Þú færð ekki lengur reykleysisráð og ábendingar sérsamin handa þér.