Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Um reyklaus.is

Forsaga reyklaus.is

Heimasíðan reyklaus.is er upphaflega ættuð frá Svíþjóð. Sænskur læknir að nafni Hans Giljam og Preventive Media Sweden AB (PMAB) gáfu út geisladisk með reykleysisnámskeiði sem hét Dr. Smoke-Free. Sænska krabbameinsfélagið útvíkkaði þetta efni og skipulagði netnámskeiðið pepp.

Árið 2004 fengu Norðmenn leyfi Svía til að þýða og staðfæra síðuna. Norska krabbameinsfélagið útbjó norsku útgáfuna Opptur (www.slutta.no), meðal annars í samvinnu við Félags- og heilbrigðismálaráðuneytið í Noregi.

Árið 2006 fékk Lýðheilsustöð leyfi frá framangreindum aðilum til að þýða gagnvirku norsku útgáfuna af síðunni yfir á íslensku og nota á Íslandi.

Norska Opptur-síðan var prófað í mörgum stórfyrirtækjum árin 2004-2005. Reynslan var svo góð að norska krabbameinsfélagið og Félags- og heilbrigðismálaráðuneytið í Noregi fóru fram á að Opptur yrði endurbætt enn frekar þannig að hægt væri að bjóða öllum internetnotendum að nýta sér það ókeypis og meta gagnsemi námskeiðsins í framhaldi af því á enn stærri hópi en fyrr. Fjarlækningastöð (Nasjonalt senter for Telemedisin) Noregs stýrir nú þessu framhaldsverkefni og mati þar í landi í samvinnu við öll áðurnefnd samtök.

Markmið Lýðheilsustöðvar er að reyklaus.is verði ókeypis tilboð fyrir alla sem hafa áhuga á að hætta tóbaksnotkun, óháð búsetu eða efnahag. Einnig er von Lýðheilsustöðvar að þeir sem að veita reykleysisaðstoð, hvort sem er í heilsugæslunni eða annar staðar, vísi sínum skjólstæðingum á síðuna. Með því móti getur fólk sem er að reyna að hætta tóbaksnotkun fengið stuðning þegar þeim hentar og þar sem þeim hentar.

Ráðgjöf í reykbindindi 800 6030 mun halda utan um síðuna fyrir Lýðheilsustöð og svara fyrirspurnum notenda sem hægt er að senda á reyklaus@reyklaus.is.

opptur_bakgrunn