Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Sálræn fíkn

Lengi eftir að líkaminn er hættur að hrópa á nikótín geta sumar aðstæður kveikt í fólki löngun til að reykja. Reykingaþörfin snýst sem sé um meira en nikótín. Lítið en skýrt dæmi um það eru rannsóknir sem sýna að þegar fólk með reykingaþörf fær að velja milli nikótínlausrar sígarettu og hreins nikótíns í vökvaformi, velja margir nikótínlausu sígarettuna. Þetta er stundum kallað sálræn fíkn.

Líkamleg fíkn hverfur nokkrum vikum eftir að fólk hættir að reykja en sálræn fíkn getur skotið upp kollinum árum saman. Þess vegna er mikils vert að þekkja hana og búa sig undir uppákomur sem geta espað upp löngunina til að reykja.

Nokkrar dæmigerðar uppákomur af þessu tagi, ásamt ráðum um hvað hægt er að gera, er að finna í köflunum Reykingaþörf og Hættuaðstæður, sjá listann til vinstri.

Í kaflanum Reykingar og tengsl má lesa meira um hvernig fólk tengir reykinn fjölmörgu í lífinu.

Í kaflanum Sorg sem fylgir því að hætta, má lesa um hvað reykurinn getur verið reykingamanninnum kær vinur.

Auk þess hafa reykingar mikið félagslegt gildi hjá mörgum og um það má lesa meira á síðunni Hættuaðstæður.