Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Sorg sem fylgir því að hætta

Margir líta á reykingarnar sem vin. Það er ekki auðvelt að ákveða að snúa baki við vini sínum en það getur orðið heldur auðveldara ef maður gerir sér grein fyrir hvaða þýðingu reykurinn hefur í eigin augum og reynir svo að finna einhvern í hans stað.

Ekki er óalgengt að fólk, sem hættir að reykja, finni til sorgar, mismikillar, eða finni annars konar sálræn viðbrögð áður en, þegar og eftir að reykleysið hefst. Meðal margra hefur reykurinn lægt taugaspennuna og leitt hana burtu þegar mikið hefur mætt á. Þegar ekki er lengur hægt að halla sér að reyknum til að lægja eða leiða burt tilteknar tilfinningar finnst sumum slíkar tilfinningar magnast og verða verri viðureignar en áður.

Það besta sem hægt er að gera er að gefa eigin tilfinningum meira svigrúm en vant er. Leyfðu tilfinningunum dálítið að leika lausum hala, taktu á slíkri útrás af virðingu og hugsaðu sem svo að þetta gangi allt saman yfir ef þú leyfir því að vera eins og það er. Þú getur líka látið þá sem þú umgengst mest vita að þú verðir kannski eitthvað trekktari meðan breytingin gengur yfir og að það sé fullkomlega eðlilegt. Best er ef aðstandendur og vinir geta tekið þér af meiri skilningi og umburðarlyndi en vanalega og tekið tillit til þess að þú ert að sinna mikilsverðu verkefni, sem sagt að losna algjörlega úr viðjum reykjarins.

Reykleysið þýðir líka að breyting verður á lífsstíl og slík breyting hefur tilfinningasveiflur í för með sér. Einum kafla er lokið og nýr hefst.