Um reyklaus.isSpjallSíðan mínPrófStaðreyndirSenda vini

Staðreyndir

Óttinn við mistakast

Margir eru svo hræddir um að þeim takist ekki að hætta að reykja að þeir þora ekki einu sinni að prófa. Þá er nauðsynlegt að hugsa dálítið lengra. Hvað gerist ef mér mistekst? Segir það eitthvað um mig? Það síðastnefnda er eiginlega harla ósennilegt vegna þess að flestir þurfa að hætta nokkrum sinnum áður en þeir hætta endanlega. Vissulega er mikilvægt að telja í sig kjark til að hætta í fyrsta skipti en það er alveg jafnmikilvægt að búa sig undir að þurfa að hætta nokkrum sinnum.

Þessi ótti veldur líka því að margir vilja ekki að aðrir frétti að þeir séu að reyna að hætta. Kannski slær það á óttann að aðrir viti ekkert af tilrauninni, en spurðu sjálfa(n) þig hvers dóm þú óttast mest. Iðulega er það dómur manns sjálfs. Næsta spurning er þá hvort eigin dómharka sé þess virði að sleppa tækifærinu til að fá aðstoð annarra. Þú getur lesið meira um hvað fólkið í kringum mann er mikilvægt á staðreyndasíðunni Félagslegur stuðningur.