Öllum líkamanum líður betur þegar þú hættir að reykja
Þegar þú drepur í finnurðu breytingar til batnaðar í öllum líkamanum í orðsins fyllstu merkingu. Auk þess hefurðu meiri tíma en áður, meiri peninga, meira milli handanna – og meira að segja minnið er betra!
Þarftu fleiri röksemdir til að hætta að reykja eða ertu nú þegar búin(n) að ákveða þig!
Reyklaus.is veitir þér persónulega leiðsögn í öllu reykleysisferlinu. Þú getur líka slegið á þráðinn hjá Reyksímanum 800 6030.